- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur og starfsmenn MA deila upplifunum sínum af námi og kennslu í samkomubanni með lesendum ma.is.
Linda Sólveig Magnúsdóttir kennari skrifar.
Þetta er nú ekki reynslusaga, eiginlega bara góð mynd af nemendum í 2.i í sálfræðitíma í gær [31. mars].
Þau báru sig mjög vel og samþykktu myndatöku, nota þetta líka til að merkja við í Innu. Ég hef verið að taka nemendur í Zoom-spjall í sambandi við lokaverkefnin þeirra í síðustu viku og það gekk mjög vel. Í þessari viku hef ég verið með alla sálfræðibekkina mína í Zoom og það hefur bara verið frábært að sjá framan í þau og heyra í þeim hljóðið. Langflest upp í rúmi og finnst gott að vera heima en að sama skapi mjög erfitt og sakna þess að mæta í skólann. Ja, þau mæta reyndar í tíma við allskyns aðstæður. Einn var að vinna í fiski svo við fengum „ör-innsýn“ í fiskvinnslu og annar var í litun og klippingu, í heimahúsi að sjálfsögðu. Þau eru mjög dugleg að skila verkefnum á moodle og bara almennt virk finnst mér.
Þetta er mjög mikil vinna fyrir kennara og nemendur. Hins vegar held ég að við munum læra svo rosalega margt gott af þessu líka og það auðveldar bara lífið að einblína frekar á þá þætti.
Með samkomubannskveðju,
Linda.