- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þann 9. maí var málþingið Brjótum upp! Staðalmyndir kynjanna, haldið í Rósenborg á Akureyri, sbr. frétt á heimasíðu Jafnréttisstofu. Þar héldu þrír nemendur úr MA erindi um hvað framhaldsskólinn gæti gert betur og vöktu mikla athygli. Þetta voru þær Elísabet Jónsdóttir, Ýr Aimée Gautadóttir Presburg og Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir.
Stúlkurnar ræddu mikilvægi þess að nám og kennsla taki mið af þeim fjölbreytileika sem felst í nútímasamfélagi. Í því samhengi bentu þær á að margt af því námsefni sem notast er við í dag fjallar á einsleitan og viðtekinn hátt um kyn, kynhneigðir og menningu þar sem hallar verulega á konur, LGBTQ+ samfélagið og menningarheima utan hins vestræna heims. Þær nefndu hugmyndir að endurbótum og ræddu um hvernig mætti verða meðvitaðari um vandamálið og mikilvægi þess að gera einnig nemendur meðvitaðari.