Nemendur í náttúrulæsi stilla sér upp fyrir myndatöku
Nemendur í náttúrulæsi stilla sér upp fyrir myndatöku

Þriðjudaginn 6. september lögðu nemendur í 1. bekk TUVXY land undir fót með kennurum sínum og fóru í Mývatnssveit. Nemendur fræddust um jarðfræði og landmótun, skoðuðu Fuglasafn Sigurgeirs og gengu á Hverfjall. Veðrið var með eindæmum blítt og gott og aðstæður allar hinar bestu. 

Það er afar gott að komast út fyrir skólastofuna og læra um umhverfið með öðrum hætti en af bókum og ekki var annað að sjá en nemendur nytu þess og skemmtu sér prýðilega. 

Gunnhildur Ottósdóttir.