- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Árleg góðgerðavika Skólafélagsins Hugins hófst síðastliðinn mánudag með söfnun áheita til styrktar góðu málefni. Að þessu sinni safna nemendur fyrir SAk, Sjúkrahúsið á Akureyri og leggja þar með sitt af mörkum í baráttunni gegn Covid-19.
Áheit hafa borist úr ýmsum áttum og eru þau fjölbreytt að vanda. Má þar nefna átta klukkustunda plasthreinsun í náttúrunni og lestur Nýja testamentisins. Meðal áheita sem nemendur hafa nú þegar staðið skil á er ferðalag á tveimur jafnfljótum til Siglufjarðar. Í þessum töluðu orðum láta tveir nemendur fara vel um sig í kajak á Akureyrarpolli í glaðasólskini. Þar munu þeir lúra samfleytt í 12 klukkustundir, allt í þágu góðs málefnis.
Samkvæmt upplýsingum ma.is fór söfnunin vel af stað. Í gær, þriðjudag höfðu safnast 150.000 krónur. Betur má ef duga skal og nú er allir hvattir til að taka höndum saman og leggja góðu málefni lið.
Kt: 470997-2229
Rnr: 0162-15-382074
Aur: 6151193 (Rakel Reynis)
Fylgjast má með gangi mála á fésbókarsíðu Hugins.