- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Starfsfólk Eims heimsótti skólann í dag. Ottó Elíasson rannsókna- og þróunarstjóri og Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir framkvæmdastjóri ræddu við nemendur í menningarlæsi. Heimsóknin var hluti af innlögn á verkefni sem krakkarnir og kennarar þeirra eru að fara af stað með í áfanganum. Í verkefninu reyna nemendur að virkja sköpunarkraftinn. Þeir setja sig í spor frumkvöðla sem koma með hugmynd að vöru, upplifun eða starfsemi og þróa áfram í átt að fullunninni afurð.
Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku og fleiri aðila á Norðausturlandi. Markmið Eims er m.a. að auka nýsköpun í orkumálum í landshlutanum. Á heimasíðunni eimur.is segir að Eimur sé þróunar- og nýsköpunardeild svæðisins á sviði sjálfbærni, grænnar orku og bættrar auðlindanýtingar.
Spjall Ottós og Sesselju við nemendur var gott innlegg í umræður og bollaleggingar nemenda á frumstigi vöruþróunarinnar. Efalaust hafa þau sáð fræjum sem nýtast munu við nýsköpun nemenda á næstu dögum.
Á fésbókarsíðu skólans má sjá fleiri myndir af heimsókn þeirra Ottós og Sesselju.