- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram sl. laugardag. Keppt var í þremur deildum eftir erfiðleikastigi. Það var frábær þátttaka í forritunarkeppninni frá okkur líkt og síðustu ár. Alls tóku 26 nemendur (10 lið) þátt í Delta deild og skipuðu MA-ingar tvö efstu sætin! Við áttum einnig 3 nemendur (1 lið) í 5. sæti í Beta deild. Ingvar Þór Jónsson kennari í forritun segir að það sé virkilega vel að þessari keppni staðið, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og ekki síst Keppnisforritunarfélag Íslands eigi mikið hrós skilið.
Sigurlið MA skipuðu þau Dagbjört Rós Hrafnsdóttir, Elvar Björn Ólafsson og Lárus Vinit Víðisson. Öll eru þau í 2Z. Í öðru sæti voru Orri Páll Pálsson 2Z, Viktor Franz Bjarkason 2X og Víkingur Þorvaldsson 2X.
Kolfinna Eik Elínardóttir og Nína Rut Arnardóttir í 2X fengu einnig aukaverðlaun í myndakeppni.
HR hefur staðið fyrir Forritunarkeppninni í fjölda ára og hefur aðsókn í keppnina aukist með hverju árinu. Í ár tóku alls 135 nemendur þátt í 61 liði og var bæði keppt í HR og Háskólanum á Akureyri.