- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í löngu frímínútunum í dag afhentu nemendur skólans það fé sem sem safnaðist í fjársöfnun til styrktar göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Það voru inspectrix scholae og questor scholaris, Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir og Alfreð Steinmar Hjaltason sem afhentu framkvæmdastýru samtakanna, Ásgerði Th. Björnsdóttur, ávísun upp á 950 þúsund krónur. Hörður J. Oddfríðarson, dagskrárstjóri SÁÁ á Akureyri, var að sjálfsögðu með í för.
Rekstur göngudeildar SÁÁ á Akureyri hófst árið 1993. Deildin hefur síðan þá sinnt ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga á Norðurlandi. Mikil óvissa hefur ríkt um rekstur deildarinnar undanfarin misseri þar sem erfiðlega hefur gengið að tryggja fjármagn til rekstrarins. Af þeim sökum var deildinni lokað þann 1. mars síðastliðinn.
Nú í kvöld greindi Fréttablaðið hins vegar frá því að göngudeildin hefur verið opnuð á ný eftir að samningar náðust fyrir örfáum dögum milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ. Þar með hefur verið tryggð áfengis- og vímuefnameðferð af hálfu lækna, sálfræðinga og áfengis- og vímuefnaráðgjöfum bæði í Reykjavík og á Akureyri.