- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Jólatónlist og tónleikar eru fastir liðir á aðventunni og MA-ingar láta ekki sitt eftir liggja og syngja inn jólin.
Þröstur Ingvarsson 3L og Þorsteinn Jakob Klemenzson 3A verða með jólatónleika í Dalvíkurkirkju 22. desember kl. 20 og Hrefna Logadóttir 3A syngur og spilar á Lyst í Lystigarðinum á Þorláksmessu. Þau eru nemendur á kjörnámsbraut, ýmist í sviðslistum eða tónlist.
Fleiri nemendur í MA og Tónlistarskólanum hafa líka spilað víða nú í aðdraganda jóla, á Glerártorgi og víðar.