Nemendur í 1AF undirbúa fréttaflutning úr skólalífinu á fordæmalausum tímum
Nemendur í 1AF undirbúa fréttaflutning úr skólalífinu á fordæmalausum tímum

Óhætt er að segja að nemendur upplifi söguna daglega um þessar mundir með öllum þeim áskorunum sem Covid-19 fylgir. Efniviður fyrir fréttaskrif ættu því að leynast víða á göngum skólans. Eða hvað?

Nemendur í menningarlæsi vinna nú hörðum höndum að því að þefa uppi fréttnæma atburði í skólanum og matreiða þá á áhugaverðan hátt fyrir lesendur. Minni samgangur nemenda og takmarkað félagslíf á skólatíma gerir hinum ungu fréttasnápum þó erfitt fyrir.

Ekki var annað að heyra á nemendum í 1AF en að vinna við fréttamiðlun væri komin af stað þegar fréttamaður ma.is fékk að taka mynd af þeim við störf í dag. Með leyfi fréttamanna í 1. bekk verða nokkrar vel valdar fréttir úr þeirra röðum birtar hér á þessum vettvangi síðar á önninni.