Níels Karlsson
Níels Karlsson

Níels Karlsson hefur hlotið viðurkenningu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands fyrir áratugalanga kennslu og gerð kennslubóka. Í yfirlýsingu frá VON, Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands segir:

Verkfræði- og náttúruvísindasvið vill styrkja tengsl við fagkennara í framhaldsskólum og jafnframt benda á mikilvægi góðarar kennslu í stærðfræði og náttúruvísindum fyrir undirbúning náms við sviðið. Í þessu skyni var áveðið að veita kennara/kennurum á framhaldsskólastigi viðurkenningu.

BS-nemar voru í könnun beðnir að nefna framúrskarandi kennara í stærðfræði og náttúruvísindagreinum. Könnunin var send til um 1900 BS-nema, af þeim svöruðu 187 en svarhlutfall var mjög misjafnt eftir skólum. Niðurstöður úr könnuninni er ekki tölfræðilega greinanlegar, aðeins vísbending. Kennsluhópur í stoðþjónustu, sem fór yfir tilnefningarnar, mælir engu að síður með að Níelsi Karlssyni, sem fékk flestar tilnefningar, verði veitt viðurkenning. Níels hefur kennt stærðfræði og eðlisfræði við Menntaskólann á Akureyri í fjölda ára við góðan orðstír. Hann hefur einnig samið kennsluefni í stærðfræði. Vel er við hæfi að veita kennara við MA viðurkenningu en fjölmargir stúdentar þaðan hafa stundað nám í verkfræði- og raunvísindum með góðum árangri, allt frá upphafi kennslu í þessum greinum við HÍ.

Menntaskólinn á Akureyri óskar Níelsi til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.