- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á Húsþingi í Menntaskólanum á Akureyri í dag veitti Jón Már Héðinsson skólameistari Níels Karlssyni stærðfræðikennara gulluglu, heiðursmerki skólans. Við það tækifæri kvaddi hann Níels og þakkaði honum áralöng störf við skólann og gat þess að hann hefði meðal annars hlotið viðurkenningu frá Háskóla Íslands fyrir kennslustörf og átt sinn drjúga þátt í útgáfu bókaflokks um stærðfræði, sem hér hefur lengi verið notaður.
Níels lætur nú af störfum, en hann hefur kennt hér stæðrfræði, eðlisfræði og stjörnufræði frá því haustið 1979. Hann gat því miður ekki verið við skólaslit í vor.