Helgi og hljóðfæraleikararnir í Kvosinni
Helgi og hljóðfæraleikararnir í Kvosinni

Dagur íslenskrar tungu er í dag. Að því tilefni var hringt á Sal í MA.

Í upphafi ávarpaði Sverrir Páll samkomuna og fór nokkrum orðum um daginn og tengsl hans við hið ástsæla skáld, vísindamann, orðasmið og einmana Jónas Hallgrímsson. Því næst kynnti hann til leiks hljómsveitina Helga og hljóðfæraleikarana, sem lék í drjúgan hálftíma norðlenskt rokk með kjarnyrtum kveðskap Helga Þórssonar, þar sem hann fjallar um nútíð og fortíð og gægist jafnvel inn í framtíðina.

Í tengslum við dag íslenskrar tungu var hrundið af stað átakinu Ljóðið mitt, en þar eru nemendur og starfsmenn hvattir til að velja sér ljóð og setja það á blað og hengja upp á Hólagangi, milli Gamla skóla og Hóla. Stefnt er að því að gangurinn verði veggfóðraður þannig fram að næstu mánaðamótum.

Dagur íselenskrar tungu 2015 a

Dagur íselenskrar tungu 2015 b