Handboltakennsla
Handboltakennsla

Nemendur og starfsmenn MA kvöddu gesti sína frá Latin-skólanum í Chicago í dag.

Nemendur í 3. C hafa verið gestgjafar hópsins, sýnt þeim bæinn og boðið krökkunum heim. Mikil ánægja hefur verið með heimsóknina og ekki skemmdu norðurljósin í gærkvöldi fyrir.

Áður en gestirnir kvöddu tóku nokkrir nemendur í 1. bekk á móti þeim í Fjósinu og kenndu þeim grundvallaratriði í handbolta. Sýnikennsla og létt æfing gengu ljómandi vel eins og sjá má á myndunum. Þetta var einkar skemmtilegt af því að handbolti er eins og hálfgerð latína í augum Bandaríkjamanna, en í gær kenndu gestirnir nokkrum bekkjum helstu atriðin í hafnabolta, sem er latína í augum flestra okkar.

Áður er gestirnir héldu til Reykjavíkur drifu þeir sig á hestbak norður með firði. Gleði ríkti í hópnum þegar hann hélt á brott.

Handbolti