- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Hér er rétt að vekja athugli á listastefnu ungmenna á Norðurlöndum 2014, Nordisk ljus / Pohjoinen Valo 2014, en meðal forstöðumanna þessarar hátíðar er Vilborg Einarsdóttir gamall nemandi MA. Þessi unglingalistahátíð er formlegur Menningarviðburður Norðurlandanna 2014 af hálfu Norræna menningarsjóðsins og Norrænu ráðherranefndarinnar og umfangsmesta menningarhátíð ungmenna sem haldin hefur verið á Norðurlöndunum,. að sögn Vilborgar.
Það viss svo skemmtilega til að í myndlistahópi, sem kannski ætti frekar að kalla sjónlistahóp, er Úlfur Logason meðal þátttakenda. Hann þykir sérlega efnilegur og fær listamaður þótt ungur sé. Hann var nemandi í 1. bekk í MA á haustönn en hefur nú ákveðið að skipta yfir á listnámsbraut í VMA, og honum er óskað velferðar þar.
Auk sjónlista munu ungmennin fást við leiklist, danslist, sirkuslistir, og tónlist.
Allar upplýsingar um þessa miklu Norðurljósahátíð ungmenna er að finna á þessum vef. (http://nordiclight2014.com/)