Unnið hefur verið að því að setja efni nýrrar námskrár á vefinn. Nú er hægt að sjá námsferla á báðum sviðum og lýsingar flestra áfanga fyrstu tvö námsárin skv. nýju námskránni. Þetta sést ef smellt er á hnappinn Námskrá á svarta borðanum efst á skjánum eða með því að fara á http://www.ma.is/namskra.

Sem fyrr eru frekari upplýsingar um námskrána á vefnum og hægt að smella á táknið Ný námskrá á forsíðunni til að komast að þeim eða smella á hnappinn Ný námskrá MA í tenglalista hægra megin á skjánum inni á svæðinu Námskrá.

Á komandi vetri verða nemendur MA sem næst 760 talsins. Í fyrsta bekk verða, eins og áður hefur komið fram, um 230 nemendur, í öðrum bekk verða þeir um 190 og sem næst 170 í hvorum efstu bekkjanna, 3. og 4.

Ráðnir hafa verið að skólanum tveir nýir enskukennarar, Ágústa Stefánsdóttir og Ghasoub Abed. Þá hefur Hólmfríður Jóhannsdóttir verið ráðin forvarnafulltrúi MA, en það tengist meðal annars þátttöku skólans í verkefni á vegum Lýðheilsustöðvar undir heitinu Heilsueflandi framhaldsskóli.