- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Árið 2008 voru samþykkt ný lög um framhaldsskóla á Íslandi. Menntaskólinn á Akureyri var einn þeirra skóla sem valinn var til að vera í fararbroddi við ritun nýrrar námskrár. Sú vinna hefur staðið yfir síðan um mitt ár 2008 og mun MA hefja kennslu eftir nýrri námskrá haustið 2010.
Eins og gefur að skilja er verkefnið umfangsmikið en kennarar og stjórnendur MA hafa notað þau tækifæri sem nýju lögin gefa til að semja nýja skólasýn og mun kennsla og nám endurspegla hana. Lögin kveða á um að nú skuli allt nám vera skilgreint út frá vinnuframlagi nemenda. Námsferlar hafa verið endurskoðaðir og tekið nokkrum breytingum. Meðal breytinga í MA má nefna að nú mun allt nám fara fram á tveimur sviðum; raungreinasviði og félagsgreina- og tungumálasviði. Nýr áfangi, Ísland, verður kenndur á fyrsta ári og valið hefur verið aukið frá því sem þekkist á núverandi brautum
Hér á vefnum verður að finna upplýsingar og fróðleik um gang mála og hvetjum við alla í skólasamfélaginu til að fylgjast með.
.