- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Að undanförnu hefur ný námskrá Menntaskólans á Akureyri verið kynnt víða. Farið hefur verið í grunnskóla, verðandi nemendur komið í opið hús og ráðherra og skólastjórnendur komið í heimsókn. Skólastjórnendur hafa komið fram í fjölmiðlum og svo mætti lengi telja.
Jafnframt þessu hefur kynningarefni um nýju námskrána verið komið fyrir hér á Vef MA. Á forsíðunni er tengillinn Ný námskrá MA í Flýtileiðum. Þar eru nú komnir inn námsferlar á raungreinasviði og tungumála- og félagsgreinasviði en áður voru þar komnar lýsingar á Íslandsáfanga og velgengnisdögum, en þetta eru helstu nýjungarnar í námskránni. Auk þessa má benda á nýnemakynningu og algengar spurningar og svör.
Þeir sem óska frekari upplýsinga um nýju námskrána geta haft samband með tenglinum Senda inn fyrispurn.