Morgunn við MA
Morgunn við MA

Haustannarprófin eru að baki og eftir örfárra daga hlé koma nemendur aftur í skólann á miðvikudag, 1. febrúar, og vorönninn fer í fullan gang.

Nemendur í 1. og 2. bekk eiga að koma í skólann á miðvikudaginn klukkan 9.00. Þeir hitta þá umsjónarkennara sína og þar verða lögð á ráð um það sem framundan er.

Nemendur í 2. bekk TUXY eiga að koma klukkan 9.30 í stofu M9 í Möðruvallakjallara til spjalls við eðlisfræðikennara.

Að öðru leyti fer meginhluti dagsins í prófsýningar, en þær verða auglýstar á töflu í anddyri Hóla. Prófsýningar í 1. og 2. bekk verða í stórum dráttum á bilinu 9.30-11.00.

Nemendur í 3. og 4. bekk geta skoðað próf sín á bilinu 11-12.30 skv. því sem auglýst verður í anddyri Hóla .

Margir kennarar sem kenna sömu bekkjum á haustönn og vorönn kjósa að sýna próf í fyrstu kennslustund.

Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 2. febrúar klukkan 8.15.