Prófin
Prófin

Nemendur fá flestir nokkurra daga hlé til að anda og rétta úr búknum að loknum haustannarprófum, sem er öllum lokið að frátöldum sjúkra- og endurtökuprófum. Ný önn, vorönn 2014, hefst miðvikudaginn 29. janúar.

Nemendur í 1. og 2. bekk eiga að mæta klukkan 9 til umsjónarkennara sinna. Stofutafla verður á auglýsingatöflu í anddyri skólans. Prófsýningar í 1. og 2. bekk hefjast að loknum samræðum við umjónarkennarana, upp úr klukkan 9.30. Þær eru líka auglýstar á töflunni í anddyri. Það skal tekið fram að sumir kennarar munu sýna próf í fyrstu kennslustund sinnar greinar skv. stundaskrá.

Nemendur í 3. og 4. bekk koma til prófsýninga klukkan 11-12. Sama gildir hér, að sumir kennarar hafa prófsýningu í fyrstu kennslustund.

Kennsla samkvæmt stundaskrá, sem sjá má á Innu, hefst fimmtudaginn 30. janúar kl. 8.15.

Undirbúningsstörf

Starfsfólk skólans vinnur þessa dagana að því að ljúka og ganga frá liðinni önn og undirbúa nýja. Kennarar vinna að því að fínpússa kennluáætlanir og breyta því sem breyta þarf, undirbúa verkefni og svo framvegis. Þriðjudaginn 28. janúar verður Þorrastefna, samráðsþing allra starsfsmanna. Að þessu sinni verður meginþema stefnunnar heilsueflandi framhaldsskóli. Stefnan hefst klukkan 10 og verður unnið saman að áðurnefndu þema fram að hádegi, þá snæddur þorramatur á í Mötuneyti MA og eftir hádegi verða samráðsfundir og skipulagsfundir námsgreina.

Það er með öðrum orðum nóg að gera í skólanum þó að nemendur hafi brugðið sér frá í fáeina daga.