Starfsmannafundur / Mörsugsmessa 2019
Starfsmannafundur / Mörsugsmessa 2019

Kennsla hefst á nýrri önn mánudaginn 14. janúar kl. 13. Prófsýningar verða fyrir hádegi, kl. 9-11. Sumir kennarar sem halda áfram með sína bekki sýna prófin í fyrstu kennslustund.

Hér er yfirlit yfir prófsýningar

Í þessari viku hafa verið forfalla- og endurtökupróf og starfsfólk hefur undirbúið nýja önn af kappi. Starfsmannafundur var haldinn fyrir hádegi 10. janúar. Meginefni hans var að ræða og finna þau námstækifæri sem geta fylgt breytingunum framundan í kjölfar styttingar námsins úr 4 árum í 3. Unnið var í hópum og stafræn tækni nýtt. Helgi Þorbjörn Svavarsson og Kristín Björk Gunnarsdóttir frá Gáskabrúm stýrðu vinnufundinum.