Vetur
Vetur

Upphafsdagur vorannar 2015 er mánudagurinn 2. febrúar. Á fyrsta degi eru prófsýningar og fundir bekkja með umsjónarkennurum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. febrúar.

Dagskráin á mánudag er sem hér segir:

Nemendur í 1. og 2. bekk hitta umsjónarkennara sína kl. 9. og eiga með þeim fund um liðna önn og þá sem er að hefjast.

Nemendur í nýjum bekkjum 2. S, Y og Z eiga að koma til fundar við eðlisfræðikennara í stofu M1 klukkan 10.30.

Prófsýningar verða fyrir nemendur í 1. og 2. bekk milli 9:30 og 10:30, samkvæmt því sem nánar verður auglýst. Í sumum greinum, þar sem nemendur halda áfram hjá sama kennara í sömu grein verða prófsýningar í fyrstu kennslustund á vorönn.

Prófsýningar í 3. og 4. bekk verða milli 11 og 12, eða sem áður segir í fyrstu kennslustund á vorönn.