- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Tilkynnt hafa verið úrslit í kosningum til stjórnar Hugins, skólafélags MA. Nýr formaður Hugins er Alda Karen Ólafsdóttir Hjaltalín. Stjórnarskpti fara fram á morgun, fimmtudag. Ásamt Öldu Karenu eru í nýrri stjórn eftirfarandi:
Varaformaður Egill Þór Ívarsson, gjaldkeri Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, ritari Telma Eiðsdóttir, skemmtanastjóri Sigmar Bjarni Sigurðarson, meðstjórnandi Ísey Dísa Hávarsdóttir, forseti fjáröflunarnefndar Telma Karen Finnsdóttir og forseti hagsmunaráðs María Bjarnadóttir.
Þetta er í þrettánda sinn sem stúlka er kjörin formaður Hugins. Í þetta sinn eru stúlkur í stjórninni 5 en drengir 3, en frá vetrinum 2005-6 hafa stjórnarmenn verið 8. Fram til þess voru þeir lengst af 7 og þá voru einu sinni 5 stúlkur og 2 strákar í stjórn og eitt árið voru 6 stúlkurog 1 piltur í stjórn. Alloft hafa verið 4 stúlkur og 3 piltar í stjórn félagsins, en algengt mjög að hlutöfllin séu önnur.
Að gamni er hér listi yfir stúlkurnar sem hafa verið formenn Hugins
Þuríður Sólveig Árnadóttir 1983-1984
Þóra Björg Magnúsdóttir 1986-1987
Sigrún Kristjánsdóttir 1987-1988
Þóra Björg Sigurðardóttir 1997-1998
Steinunn Vala Sigfúsdóttir 1999-2000
Kolbrún Gunnarsdóttir 2000-2001
Borgný Skúladóttir 2002-2003
Hulda Hallgrímsdóttir 2003-2004
Bergþóra Benediktsdóttir 2004-2005
Edda Hermannsdóttir 2003-2006
Kristín Helga Schiöth 2006-2007
Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir 2008-2009
Alda Karen Ólafsdóttir Hjaltalín 2012-2013