- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag voru stjórnarskipti þegar nýkjörin stjórn Hugins, skólafélags MA, tók við af þeirri sem verið hefur við völd. Á sama tíma voru tilkynnt úrslit í kjöri á íþróttamanni ársins í MA. Í gær var kjördagur og lágu úrslit kosninga fyrir um kvöldmatarleytið.
Fráfarandi stjórn þakkaði fyriri sig og veitt fjölmörgum nemendum og starfsmönnum þakkarvott, en síðan fóru fram stjórnarskipti, tilfinningarík athöfn og áhrifamikil. Í nýrri stjórn Hugins eru:
Formaður: Axel Ingi Árnason
Varaformaður: Einar Tryggvi Leifsson
Gjaldkeri: Bjarki Kristjánsson
Ritari: Alma Rún Vignisdóttir
Skemmtanastjóri: Huginn Ragnarsson
Meðstjórnandi: Guðmundur Friðbjarnarson
Forseti fjáröflunarnefndar: Eyrún Inga Jóhannsdóttir
Forseti hagsmunaráðs: Gísli Björgvin Gíslason
Við þetta tækifæri var tilkynnt hver hefði verið kjörinn íþróttamaður ársins í MA. Úr hópi fjölmargra afreksmanna varð fyrir valinu hin snjalla knattspyrnukona Arna Sif Ásgrímsdóttir, nemandi í 1. bekk G.