Gengið hefur verið frá ráðningum í nokkrar stöður. Auglýst var eftir sálfræðingi og nokkrum kennurum, í sumum tilvikum í afleysingu vegna leyfa en í öðrum til lengri tíma. Margar umsóknir bárust og rætt hefur verið við umsækjendur og í framhaldi af því ráðið í stöður sem hér segir:

Skólasálfræðingur: Kristín Elva Viðarsdóttir

Íþróttakennari: Elvar Smári Sævarsson

Stærðfræðikennarar: Jóhann Björnsson, Sunna Guðmundsdóttir og Tryggvi Kristjánsson

Listgreinakennari (valgreinar): Rebekka Kühnis

Efnafræði/líffræði: Anna Rut Jónsdóttir. Eftir er að ráða annan kennara í efnafræði/liffræði. Einnig á eftir að ráða kennara í sögu.

Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir mun leysa Unnar Vilhjálmsson af sem félagsmálafulltrúi.