- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nú eins og gjarnan er með fyrstu daga nýs skólaárs, taka eldri og reyndari nemendur á móti nýnemum opnum örmum. Dagskrá í tengslum við móttökuna er fjölbreytt og einkennist skólastarfið að töluverðu leyti af henni fyrstu vikuna. Nemendur, ungir sem „aldnir“, þramma um skólabygginguna og á skólalóðinni, syngjandi og trallandi. Meðal þess sem nemendur í 3. bekk hafa nú þegar boðið nemendum í 1. bekk upp á er sérstök nýnemaganga, dans- og söngæfingar, stöðvar með ýmsum þrautum og nýnemaball í Kvosinni svo eitthvað sé nefnt.