- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Ráðinn hefur verið nýr fjármálastjóri að Menntaskólanum á Akureyri. Marsilía Dröfn Sigurðardóttir hefur störf um mánaðamótin maí-júní. Marsilía hefur lokið BS-prófi frá viðskiptadeild Háskólans á Akureyri og M.Acc, meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands.
Frá því að Marsilía lauk háskólanámi 2006 hefur hún starfað hjá PricewaterhouseCoopers á endurskoðunarsviði við uppgjör og endurskoðun, hjá Virtus ehf við ársuppgjör, skattframtöl og rekstrarráðgjöf, Seðlabanka Íslands við samstæðu uppgjör og uppgjör dótturfélaga og frá því í janúar 2012 hjá Endurskoðun og ráðgjöf ehf við endurskoðun ársreikninga, ársreikningagerð, skattframtalsgerð, bókhaldsfærslur og launaútreikninga.
Menntaskólinn býður Marsilíu velkomna til starfa, en hún mun leysa af hólmi Gunnar Kárason, sem hefur gegnt starfi fjármálstjóra MA í hálfan annan áratug og hættir fyrir aldurs sakir. Menntaskólinn á Akureyri þakkar honum tryggð og góð störf, en Gunnar hefur tengst skólanum um áratuga bil, var stundakennari í bókfærslu lengi áður en hann hóf starf sem fjármálastjóri, allt frá árinu 1972.