Allir að lesa Muninn
Allir að lesa Muninn

Skólablað MA, Muninn, á sér afar langa sögu og margt forvitnilegt og áhugavert sem má finna í gömlum blöðum, eins og kemur fram í fyrri frétt hér á ma.is. En í dag var líka gefinn út glænýr Muninn. Mörg undanfarin ár hefur blaðið verið gefið út tvisvar á ári, undir lok haustannar og að vori og þá oft enn stærra blað. Ritstjórn Munins fagnaði deginum með því að taka á móti nemendum í morgunsárið með hressilegum hætti og möffins. Nemendur fengu blaðið í hendur í löngu frímínútunum, sem voru jafnframt lengdar um 10 mínútur svo gæfist tími til að lesa blaðið og gæða sér á kleinuhring í leiðinni. Það var því lestur, sætabrauð og gleði í dag. Ritstjóri Munins er Ágústa Jenný Forberg, og í blaðinu er haft samband við nokkra fyrrverandi ritstjóra blaðsins til að kanna hvar þeir ala manninn nú og hvað hafi á daga þeirra drifið eftir MA. 

Fleiri myndir er að finna á facebook