- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Breytingar hafa orðið í stoðþjónustu skólans. Sandra Sif Ragnarsdóttir hóf störf sem náms- og starfsráðgjafi nú um áramótin og kom í stað Heimis Haraldssonar sem hætti í lok ársins. Stoðþjónusta skólans er teymi náms- og starfráðgjafa, Söndru og Lenu Rutar Birgisdóttur, og skólasálfræðingsins Kristínar Elvu Viðarsdóttur. Þær bjóða allar upp á viðtöl við nemendur og aðstandendur þeirra, sjá um kennslu, s.s. nýnemafræðslu í 1. bekk og fræðslu fyrir 3. bekkinga í Náms- og starfsvali, skipuleggja umsjónarstarfið í skólanum, þjónustu við nemendur vegna ýmissa sérþarfa svo fátt eitt sé talið upp. Auk þeirra er Auður Karen Gunnlaugsdóttir skólahjúkrunarfræðingur í stoðteyminu en hún er með viðtalstíma á fimmtudögum í MA.