- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nýr vefur MA hefur litið dagsins ljós. Hann verður öflug upplýsingaveita um Menntaskólann á Akureyri. Undanfarna mánuði hefur verið notast við bráðabirgðavef, sem gerður var þegar vefur skólans til margra ára varð fyrir barðinu á skemmdarvörgum í maí síðastliðið vor. Nýi vefurinn mun bjóða upp á marga kosti umfram það sem sá gamli gerði.
Samið var við Hugsmiðjuna í Reykjavík um að hanna og forrita vef MA að þessu sinni. Hann er byggður á vefforritinu Eplica 2, sem er nýtt afbrigði forritsins. Vefsmíðin hefur staðið frá því snemma í sumar, en nú á mörkum hausts og vetrar er markinu náð. Við útlitshönnunina var höfð hliðsjón af gamla vefnum, en litir eru nokkuð aðrir. Meginliturinn, sá græni, er sóttur í litasafn veggja Gamla skóla.
Á nýja vefnum mun gefast færi á að starf innan einstakra námsgreina eða deilda verði sýnilegra en áður. Þá verður auðvaldara en fyrr að hengja kennslugögn og ýmislegt af því tagi á síður áfanganna undir vefsvæðinu Námið. Kvosin verður mun virkari upplýsingaveita en fyrr, þar verða tilkynningar, fréttir og myndasöfn auk viðburðadagatals, svo eitthvað sé nefnt.
Sjón er sögu ríkari, en á næstu vikum mun efni streyma inn á þennan nýja vef, nemendum, kennurum og vonandi öðrum til gagns.