- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Skólastarf hófst í morgun að loknu jólaleyfi. Kennt er nú í eina viku og svo hefjast haustannarpróf, sem standa í tvær vikur. Þetta á við um regluleg próf, en í vikunni á eftir eru sjúkrapróf og auk þeirra endurtökupróf í nokkrum greinum eða áföngum. Kennsla á vorönn hefst svo að morgni 1. febrúar.
Á önninni verður lögð lokahönd á skipulag nýs náms með sveigjanlegum námslokum. Nefndir vinna að því og haldnir eru vinnufundir til þess að ganga frá ferlum og endurskoða námsáfanga. Stefnt er að því að á komandi hausti gefist nýnemum færi á að velja námshraða sinn, hvort þeir ljúki stúdentsprófi á þremur, þremur og hálfu eða fjórum árum. Nánar verður það kynnt síðar.
Menntaskólinn á Akureyri býður nemendur velkomna til starfa og sömuleiðis starfsfólk allt og óskar öllum velfarnaðar á nýhöfnu ári.