- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Skólastarf hófst í morgun að loknu jóla- og áramótaleyfi. Kennt var í dag og verður áfram á morgun og miðvikudag en haustannarpróf hefjast svo á fimmtudag í hluta af fyrsta og þriðja bekk, og í öllum bekkjum á föstudag. Síðasti reglulegur prófdagur er 22. janúar, en flestir bekkir ljúka þó prófum þann tuttugasta.
Sjúkrapróf verða 23. janúar og örfá endurtökupróf fara hugsanlega fram degi síðar. Nánar verður sagt frá því þegar nær dregur.
Myndin var tekin í 2. bekk U í dag, en þarna var verið að vinna verkefni um það hvernig íslenskt mál gæti þróast næstu 50 árin.