Óðinn Andrason tekur þátt í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema í mars á næsta ári. Mynd: MA
Óðinn Andrason tekur þátt í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema í mars á næsta ári. Mynd: MA

Forkeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema var haldin um miðjan síðasta mánuð. Keppnin var rafræn og hefur það án efa haft áhrif á framkvæmd hennar, þátttökufjölda o.s.frv. Sjá einnig Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2020.

Gaman er að segja frá því að Óðinn Andrason í 2VX endaði í 19. sæti á efra stigi keppninnar. Þessi góða frammistaða skilar honum sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í mars á næsta ári.

Við óskum Óðni til hamingju með árangurinn.