- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Samskipti við nemendur og forráðamenn byggjast mikið til á tölvupóstsendingum. Þessar póstsendingar miðast oft við það að koma miklu magni upplýsinga til skila, tenglar eru settir inn í bréf og þau einatt stíluð á marga í einu. Þetta eru því miður einmitt helstu einkenni ruslpósts og því lenda þessi skeyti frá skólanum allt of oft í ruslmöppum hjá viðtakendum.
Í dag, sunnudaginn 25. ágúst 2019, fengu nýnemar og skráðir forráðamenn í Innu póst merktan "Tölvukerfi MA: Ofboðslega mikilvæg skilaboð". Töluverðar líkur eru á því að hann hafi flokkast sem rusl.
Fylgist vel með tölvupóstinum ykkar, nemendur og forráðamenn, og athugið vel í ruslmöppuna ykkar. Ef þið finnið póst frá MA í ruslinu ykkar þurfið þið að kenna póstforritunum ykkar að þetta sé póstur sem má treysta.