Office365 fyrir alla notendur í MA
Office365 fyrir alla notendur í MA

Menntaskólinn á Akureyri færði sumarið 2013 stóran hluta tölvukerfisins yfir á skýjaþjónustu hjá Microsoft sem kallast Office365. Í gegnum þjónustusamning MA við Microsoft fá nemendur fullan aðgang að Office365 vefviðmóti með tölvupósti, OneDrive for Business gagnaplássi, Lync samskiptakerfinu svo eitthvað sé nefnt. Að auki fá nemendur í MA áskrift að öllum helstu Office forritunum og geta sett þau upp á allt að fimm tölvum. 

Þetta fyrirkomulag gerir öll tölvusamskipti milli kennara og nemenda mun einfaldari því nú geta allir verið á sama stað og skipst á skjölum án þess að upp komi árekstrar. Þetta verður nánar kynnt fyrir nemendum í skólabyrjun. 

Nánari upplýsingar um þennan pakka er hægt að sjá í lítilli grein What software is included in Office 365 ProPlus as part of Student Advantage" eftir Ray Fleming sem skrifar gjarnan um Office í skólaumhverfinu. (http://blogs.msdn.com/b/education/archive/2013/10/28/what-software-is-included-in-office-365-proplus-as-part-of-student-advantage.aspx)