Nemendur geta fengið ókeypis aðgang að orðabókum á vef ef þeir skrá sig inn fyrir 15. september. Hér er um að ræða vefinn ordabok.is. Þar eru þessar orðabækur:

  • Ensk-íslensk og íslensk-ensk orðabók: 300.000 uppflettiorð
  • Stafsetningarorðabók: 80.000 uppflettiorð
  • Dönsk-íslensk og íslensk-dönsk orðabók: 46.000 uppflettiorð


Þeir sem eru yngri en 20 ára eiga að geta tryggt sér ókeypis aðgang að þessum bókum, sem eiga að nýtast í öllum tölvum, snjallsímum og spjaldtölvum.