- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í þeirri kuldatíð sem hér hefur verið í vor hefur ýmislegt hefðbundið í skólastarfinu raskast. Nú, þegar örfáir dagar eru til prófa er blásið til Ólympíuleika. Að vanda var það 4. bekkur U sem vakti máls á leikunum, kom á Kennarastofuna í löngu frímínútum í morgun og teymdi kennara í Kvosina þar sem áskorunin var sungin við píanóundirleik.
Það hefur ekki viðrað til sumarútileikja undanfarna daga í frosti og snjókomu og boltaleikir verða ekki iðkaðir á alhvítum túnum. Hins vegar segjast U-bekkingar vona að föstudagsmorgunninn verði hlýrri og jafnvel snjólaus og vænta þess að geta spreytt sig í leikum við kennara þá. Tíminn mun leiða í ljós hvort það verða sumar- eða vetrarleikar. Myndin var tekin í Kvosinni þegar áskorunin var flutt.