- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Önnur sendinefnd frá mennta-, menningar-, þróunar- og kirkjumálaráðuneyti Grænlands kom í heimsókn í dag í Menntaskólann á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem fulltrúar frá Grænlandi koma í skólann til að kynna sér starf hans svo hafa megi hliðsjón af því meðal annars við endurskipulagningu menntakerfis, sem unnið er að á vegum grænlensku heimastjórnarinnar. Áður hefur komið hingað nefnd Grænlendinga í þessum erindagjörðum, sjá fréttir 18. desember.
Í nefndinni voru fjórir fulltrúar frá Grænlandi, Dorthie Siegstad, Dorthe Katrine Olsen, Anna Heilmann og Naja Lund, og áttu fund með Jóni Má Héðinssyni skólameistara, Sigurlaugu Önnu Gunnarsdóttir aðstoðarskólameistara og Hildi Hauksdóttur, sem stýrir almennu brautunum, en Grænlendingarnir hafa sérstakan áhuga á hraðlínunni, leið til að nemendur geti farið hraðar í gegnum skólakerfið en vant er.
.