- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Fimmtudaginn 15. apríl næstkomandi verður opið hús í Menntaskólanum á Akureyri. Þangað er sérstaklega boðið nemendum á Norðurlandi sem eru að ljúka námi í 10. bekk grunnskóla í vor og forráðamönnum þeirra.
Á opnu húsi, klukkan 16.00-17.30, verður margt í boði til þess að kynna gestum námið og lífið í MA. Námsráðgjafar, nemendur og kennarar munu þar vera til viðtals og meðal þess sem gefur að sjá og heyra er:
Léttar veitingar verða i boði og við innganginn fá gestir happdrættismiða, og auðvitað verður dregið áður en dagskrá lýkur. 10. bekkingar eru hvattir til að koma á opið hús og bjóða foreldrum / forráðamönnum með sér.