Opið hús 2010
Opið hús 2010

Fimmtudaginn 15. apríl næstkomandi verður opið hús í Menntaskólanum á Akureyri. Þangað er sérstaklega boðið nemendum á Norðurlandi sem eru að ljúka námi í 10. bekk grunnskóla í vor og forráðamönnum þeirra.

Á opnu húsi, klukkan 16.00-17.30,  verður margt í boði til þess að kynna gestum námið og lífið í MA. Námsráðgjafar, nemendur og kennarar munu þar vera til viðtals og meðal þess sem gefur að sjá og heyra er:

  • Kynning á nýjum áherslum í námi og kennslufyrirkomulagi, meðal annars nýjum Íslandsáfanga á fysta ári og velgengnisdögum.
  • Nemendur og kennarar munu bjóða upp á dagskrár tengdar náminu, til dæmis sprengjusýningar í efnafræði, tækjasýningar í eðlisfræði, myndbönd og margvíslegt efni tengt ferðamálakjörsviði og fjölmiðlafræði og ýmis myndbönd og verkefni sem tengjast ýmist námi eða félagsstarfi.
  • Meðal þess sem verður kynnt úr félagsstarfinu er starfsemi skólafélagsins Hugins, nemendur flytja tónlistaratriði og uppákomur verða á vegum Leikfélags MA.
  • Heimavistin býður í heimsókn.

Léttar veitingar verða i boði og við innganginn fá gestir happdrættismiða, og auðvitað verður dregið áður en dagskrá lýkur. 10. bekkingar eru hvattir til að koma á opið hús og bjóða foreldrum / forráðamönnum með sér.

.