- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Framundan eru skemmtilegir dagar. Jubilantar eiga eftir að setja svip sinn á bæjarlífið næstu daga en afmælisárgangar streyma nú til Akureyrar. Flestir árgangar skipuleggja þriggja daga hátíð, gjarnan eru bekkjarhittingar 14. júní, ferðir, ratleikir og ýmis skemmtun 15. júní og hátíðarveisla að kvöldi 16. júní. Og hluti af gleðinni er að líta inn í gamla skólann sinn, jafnvel syngja söngsal og rifja upp hvar hver sat í kennslustofunum. Skólinn verður þess vegna opinn um helgina frá kl. 10-14 og allir afmælisárgangar velkomnir.
Að venju er svo opið hús fyrir bæjarbúa og gesti alla þjóðhátíðardaginn 17. júní, frá kl. 12 til 15. Kaffi og smá hressing verður á boðstólnum.
Verið velkomin í MA.