(Mynd af vef)
(Mynd af vef)

Á mánudögum kl. 11.30 er boðið upp á opna tíma í jóga fyrir starfsfólk og nemendur á Miðsal. Tímarnir eru 30 mínútur og í þeim er teygt og togað á stirðum liðum og vöðvum, og blóðinu komið á hreyfingu. Að því loknu er slökun og/eða hugleiðsla. Engin þörf er á því að skipta um föt, eingöngu að  mæta, anda og slaka. Rannveig Ármannsdóttir sér um þessa tíma.

Segja má að þetta sé framhald og útvíkkun á jógatímum 1. bekkjar sem byrjað var með í fyrravetur og stendur nú einnig eldri nemendum og starfsfólki til boða.  Nemendur eru hvattir til að koma og prófa og upplifa á eigin skinni hvað létt hreyfing og slökun getur gert fyrir huga, líkama og sál.