- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur á íslenskulínu í 4. bekk fengu það verkefni meðal annarra á önninni að tína saman orð úr talmáli ungs fólks og setja saman vísi að orðabók. Um verkefnið segja þeir í inngangi meðal annars:
Þessi orðabók varð til í íslenskuáfanga hjá nemendum í 4. bekk í Menntaskólanum á Akureyri. Áfanginn heitir ÍSM3A050 og í þeim áfanga er fjallað um íslenskt nútímamál. Nemendur hafa verið að skoða talmál, ritmál, hikorð og fleira. Núna fengu þeir það verkefni að gera orðabók þar sem skoðuð eru orð eða orðtök unga fólksins, sem stundum hefur fengið það óviðeigandi heiti "klámkynslóð". Nemendur unnu að þessu verkefni og fundu sjálfir orðin í þessa orðabók. Þeir bera saman orð sem er notuð eru í daglegu tali á netinu og af ungu fólki. Þarna fengu nemendur tækifæri til að vera á sínum uppáhaldsstöðum eins og fésbókinni, twitter, instagram og snapchat. Orðflokkun er hefðbundin eins og í orðabók og skýrir sig sjálf. Einnig er sýnt hvernig orðin eru í talmáli, ritmáli og netmáli. Varðandi talmál þá er ekki stuðst við IPA kerfið heldur er reynt að skrifa orðin eftir framburði.
Þennan vísi að orðabók unga fólksins má sjá hér. Væri gaman að vita hvernig fólki lítist á eftir 10 ár eða meira.