- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í forkeppninni í eðlisfræði sem haldin var 14. febrúar s.l. átti MA þrjá nemendur í hópi þeirra 20 efstu. Í ljósi þess fjölda sem tók þátt í keppninni er þessi árangur þeirra mjög góður. Hallfríður Kristinsdóttir 4X var í 8. sæti, Örn Dúi Kristjánsson 3TX í 10. sæti og Agnes Eva Þórarinsdóttir 4T í 18. sæti.
Valið var í úrslitakeppnina m.a. út frá hámarksaldri á Ólympíuleikana sem haldnir verða í sumar og var 14 manns boðið í aðalkeppnina sem fram fór í Reykjavík núna um síðustu helgi. Örn Dúi Kristjánsson var fulltrúi MA þar. Úrslitin í þeirri keppni berast von bráðar.