Marta leikur á seló á Gamla Sal
Marta leikur á seló á Gamla Sal

Í löngu frímínútum í morgun voru örstuttir tónleikar á Sal í Gamla skóla. Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir í 4. bekk A lék á selló við píanóundirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur.

Stefnt er að því að örtónleikar eins og þessir verði í samvinnu Menntaskólans og Tónlistarskólans á Akureyri á sama tíma af og til í vetur. Gamli salur er afskaplega góður tónleikasalur, einkum fyrir einleik, söng og smærri hljóðfærahópa, og það er aldarlöng hefð fyrir tónleikahaldi á þeim stað.

.