Gestir í Kvosinni á Öskudegi
Gestir í Kvosinni á Öskudegi

Í dag er öskudagurinn og þess varð vart í skólanum, nokkrir kennarar brugðu sér í búninga og nemendur voru sumir skrautbúnir í löngu frímínútum. Stundum hefur verið meiri stemming og keppni milli nemenda og bekkja um búninga. E það lyfti andanum verulega þegar kom hópur barna og söng dáfallega á sviðinu í Kvosinni. Þá hlustaði hvert eyra þeirra sjö hundruð nemenda sem þar voru og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar söngnum lauk.

Að vanda var keppt í limbói og slegið úr tunnu. Enginn var þar köttur né hrafn en sælgæti flæddi um gólf þegar tunnan brast.

Miklu fleiri myndir eru á Facebooksíðu skólans

Hér er tunnan og innihaldið úr henni og því næst limbómeistarar, Egill í 1G sem vann núna og svo skólameistarinn í limbói, Jón Már, sem keppti ekki að þessu sinni heldur fylgdist með.

Öskudagur 2015 Öskudagur 2015