Ritstjórn Munins
Ritstjórn Munins

Nemendur gerðu sér glaða stund í Kvosinni í dag, á öskudegi. Að vanda var talsvert um skrautlega búið fólk, talsvert gaman gert í eina kennslustund og að lokum var dreift heilsueflandi karamellum.

Samkvæmt hefðinni var búningakeppni, bæði einstaklingskeppni og hópakeppni. Að þessu sinni voru óvenjumargir í einstaklingskeppninni en óvenjufáir í hinni. Þá var keppt í limbói og vakti sérstaka athygli að skólameistari var ekki í hópi þeirra sem lægst fóru. Þá var sleginn köttur úr tunnu, sem reyndar var sælgætispoki í kassa. Svo ógurlega tók forseti hagsmunaráðs á hafnaboltakylfu og gaf kassanum slíkt högg að kylfan splundraðist. Þó tókst að komast að kjarna málsins og þá var sælgæti dreift um salinn.

Nokkrar myndir eru á Facebook.