Öskudagur 2010
Öskudagur 2010

Öskudagurinn er í dag og að vanda var margt um skrautbúið fólk í skólanum framan af degi. Sungið var á Sal og ýmislegt þar til gamans gert í löngu frímínútum og tímanum á eftir. Sumir bekkir höfðu klætt sig sérstaklga upp á og voru veitt verðlaun fyrir þá sem best tókst til hjá. Eins var keppni einstaklinga í þessari merku grein. Keppt var í limbói og munaði hársbreidd að skólameistari færi með sigur af hólmi - keppinautarnir þó flestir lipurlega vaxnar stúlkur. Að lokum var svo svokallaður köttur sleginn úr tunnu, en í tunnu stað var pappakassi og í kattar stað karamellur. Þetta þótti allt hið skemmtilegasta.

.