- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Það fór varla framhjá neinum í Menntaskólanum á Akureyri að öskudagurinn var í dag og fjöldi nemenda og allmargir kennarar klæddir samkvæmt því. Að vísu var litskrúðið mest í löngu frímínútum, margir létu skrautbúninga duga þá, en aðrir héldu út til loka dags.
Að vanda var í Kvosinni efnt til búningakeppni og tunna var sleginn og úr henni flæddi sælgæti sem stjórn Hugins fylgdi eftir með mikilli sykurmetisdreifingu. Þá var hið árlega limbó - og Ásdís vann. Hæðin var ekki gefin upp.