- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag er öskudagur og að því tilefni voru löngu frímínútur lengdar og ýmislegt sér til gamans gert í Kvosinni.
Ekki var eins mikið um búninga nemenda og mörg undanfarin ár en allmargir kennarar voru í áhugaverðum klæðum. Einna mesta athygli vakti þó ritstjórn skólablaðsins Munins, sem kom dulbúin sem Sverrir Páll. Að vanda var Bandýkeppni, þar sem langbest stóðu sig Benedikt Rúnar Valtýson í 4T og Daði Hrannar Davíðsson í 2.A. Slegið var í tunnu, þar sem enginn köttur fannst en hins vegar talsvert af karamellum og þvílíku góðgæti.
Þær slógu svo í gegn stúlkurnar úr Naustaskóla sem komu og sungu fyrir 700 áheyrendur eins og ekkert væri þeim eðlilegra. Það var frábær heimsókn.