- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag er öskudagur. Dagurinn á sér langa hefð á Íslandi. Samkvæmt Vísindavefnum kemur öskudagurinn fyrir í íslenskum handritum frá 14. öld.
Langt fram á 20. öldina tíðkaðist sá siður á þessum degi að rölta um í skrautlegum búningum og hengja öskupoka á fólk.
Um skeið varð öskupokinn einhvers konar ígildi Valentínusarbréfs þar sem stúlkur sendu piltum poka til að gefa áhuga sinn til kynna. Öskupokarnir eru á bak og burt að mestu leyti en litskrúðugir búningar glæða öskudaginn enn miklu lífi.
Nokkrir starfsmenn MA héldu í hefðina í dag. Hvort þessar valkyrjur (sjá mynd) gengu um með öskupoka skal ósagt látið. Eins og myndin gefur til kynna klæddust þær skrautlegum búningum og glæddu daginn í MA lífi.