- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Oft er talað um að skemmtanalíf ungs fólks sé annað og verra en var, en gleðin og gamanið sem skein af þeim stóra hópi nemenda sem skemmti sér á tónleikum í Kvosinni í gærkvöldi var ósvikið.
TóMA, Tónlistarfélag MA, stóð fyrir tónleikum í Kvosinni í gærkvöld. Þar komu fram fjórar hljómsveitir, Buxnaskjónar, sem eru okkur að góðu kunnir enda heimamenn, og fóru troðnar slóðir. Næst kom hljómsveitin Postartica, ungir og afar liprir hljóðfæraleikarar með söngkonunni Ninnu Rún Pálmadóttur, sem fyrir fáum árum var formaður TóMA. Þarna var líka hljómsveitin Úlfur, Úlfur, rappsveit ættuð frá Sauðárkróki og er afkvæmi Bróður Svartúlfs. Í lokalagi Úlfs, úlfs lagði Heimir Bj, sem þekktur er úr Skyttunum og Fræi, inn eitt vers, en Heimir er kennari við MA.
Lestina rak hljómsveitin Retro Stefson, ein af vinsælustu hljómsveitum landsins, og það sýndi sig og sannaði í samspili þessarar frábæru hljómsveitar og skemmtikrafta að það þarf nákvæmlega ekkert annað en góða tónlist og réttan anda til að skemmta sér fullkomlega. Og þá tók Gréta Sóley þessa mynd.